Snóksdalskirkja

Snóksdalskirkja var byggð sumarið 1875 og vígð sama ár. Byggingarkostnaður var 3775,53 kr. Eins og með aðrar gamlar kirkjur voru umræður um hvort rétt væri að byggja nýja kirkju eða laga þá gömlu. Ákveðið var í samvinnu við Húsafriðunarnefnd að gera við hina gömlu og fallegu kirkju í Snóksdal. Undir stjórn Þorvalds Brynjólfssonar hófust viðgerðir á kirkjunni 1975 og var kirkjan tekin í notkun á ný með hátíðarguðsþjónustu 27. ágúst 1978. Kirkjugestir voru yfir 200. Steyptur var grunnur, en upphaflega var grjót í uppistöðum. Kirkjan er klædd rauðbrúnum álpanel. Í kirkjunni er loft með aukasætum.

Viðburðir

[fusion_events cat_slug=““ past_events=“yes“ order=“ASC“ number_posts=““ columns=“4″ column_spacing=““ picture_size=“cover“ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““ content_alignment=““ content_length=““ excerpt_length=““ strip_html=““ pagination=“no“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ /]

Greinar

Nánar um Snóksdalssókn

Sagan:

Fróðir menn hafa haldið því fram að Hörðudalur sé eina sveit landsins sem aldrei hefur haft sóknarkirkju. Sóknarkirkja Hörðdælinga hefur ávallt verið Snóksdalur í Miðdölum. Sturlungasaga segir að kirkja hafi verið í Snóksdal árið 1217. Þar voru bæði prestur og djákni. Stefánskirkja var í Snóksdal. Í Snóksdal var prestskyldarkirkja, og er kveðið á um það í elstu máldögum, að þar skuli vera prestur og djákni. Hún var í bóndaeign. Varðveittir máldagar eru frá 1286, 1340, 1367 (brot, Dipl. Isl. III, bls. 226-7), 1397 og 1500. Auk þess eru skjöl tengdum Daða í Snóksdal, t. d. frá 1523. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var embættað í Snóksdal annan hvern helgan dag. Eftir 1871 er messað þriðja hvern sunnudag. 1857 er í Snóksdal torfkirkja í boðlegu standi. Kirkjunni hafa goldist í lok síðustu aldar 150 pund smjörs. Kirkjan var afhent söfnuðinum 20/2 1901.

Í Snóksdal bjó Daði Guðmundsson sem handtók herra Jón biskup Arason á Sauðafelli. Var hann eini Íslendingurinn sem gat staðið í herra Jóni. Danakonungur hafði skipað handtöku herra Jóns. Eftir handtökuna afhenti Daði herra Jón Kristjáni skrifara, konungsins umboðsmann. Ef Daði hefði ekki handtekið herra Jón er líklegt að Danakonungur hefði beitt herliðinu sem hann sendi hingað næsta sumar til að koma á siðbót. Það hefði getað orðið mikið blóðbað. Líklegt er að saga Íslands hefði breyst mikið þá. En konungur fékk fréttir um stöðu herra Jóns fyrir handtökuna, en frétti ekki fyrr en síðar um handtökuna.

Fróðir menn hafa haldið því fram að Hörðudalur sé eina sveit landsins sem aldrei hefur haft sóknarkirkju. Sóknarkirkja Hörðdælinga hefur ávallt verið Snóksdalur í Miðdölum. Sturlungasaga segir að kirkja hafi verið í Snóksdal árið 1217. Þar voru bæði prestur og djákni. Stefánskirkja var í Snóksdal. Í Snóksdal var prestskyldarkirkja, og er kveðið á um það í elstu máldögum, að þar skuli vera prestur og djákni. Hún var í bóndaeign. Varðveittir máldagar eru frá 1286, 1340, 1367 (brot, Dipl. Isl. III, bls. 226-7), 1397 og 1500. Auk þess eru skjöl tengdum Daða í Snóksdal, t. d. frá 1523. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var embættað í Snóksdal annan hvern helgan dag. Eftir 1871 er messað þriðja hvern sunnudag. 1857 er í Snóksdal torfkirkja í boðlegu standi. Kirkjunni hafa goldist í lok síðustu aldar 150 pund smjörs. Kirkjan var afhent söfnuðinum 20/2 1901.

Í Snóksdal bjó Daði Guðmundsson sem handtók herra Jón biskup Arason á Sauðafelli. Var hann eini Íslendingurinn sem gat staðið í herra Jóni. Danakonungur hafði skipað handtöku herra Jóns. Eftir handtökuna afhenti Daði herra Jón Kristjáni skrifara, konungsins umboðsmann. Ef Daði hefði ekki handtekið herra Jón er líklegt að Danakonungur hefði beitt herliðinu sem hann sendi hingað næsta sumar til að koma á siðbót. Það hefði getað orðið mikið blóðbað. Líklegt er að saga Íslands hefði breyst mikið þá. En konungur fékk fréttir um stöðu herra Jóns fyrir handtökuna, en frétti ekki fyrr en síðar um handtökuna.

Ebenezer Henderson var við messu í Snóksdal í júní 1815. Hann segir um messuna “Bænir og prédikun aðstoðaprestsins (séra Jón Árnason, þá 29 ára) voru með dýpri alvörublæ en ég hef áður heyrt á Íslandi. Í stað nokkurra almennra bæna, framflutta með köldum og áhrifalitlum framburði, bað hann bænir, sem gerðu fulla syndajátningu, bað um fyrirgefningu þeirra fyrir friðþægingu meðalgangarans og um þá blessun, sem hann og áheyrendur hans þörfnuðust. Sálmarnir voru teknir úr gömlu sálmabókinni, og þegar söfnuðurinn söng í íslenskri þýðingu eina af játningum fornkirkjunnar, lá við að mér fyndist ég vera kominn í einhverja kirkju kristinna manna á fjórðu eða fimmtu öld eða í einhverja þá hinna sýrlensku kirkju á Indlandi sem Claudius Buchanan hefur lýst svo fróðlega í bók sinni Christian Researches in India.”

Kirkjubyggingin:

Snóksdalskirkja var byggð sumarið 1875 og vígð sama ár. Byggingarkostnaður var 3775,53 kr. Eins og með aðrar gamlar kirkjur voru umræður um hvort rétt væri að byggja nýja kirkju eða laga þá gömlu. Ákveðið var í samvinnu við Húsafriðunarnefnd að gera við hina gömlu og fallegu kirkju í Snóksdal. Undir stjórn Þorvalds Brynjólfssonar hófust viðgerðir á kirkjunni 1975 og var kirkjan tekin í notkun á ný með hátíðarguðsþjónustu 27. ágúst 1978. Kirkjugestir voru yfir 200. Steyptur var grunnur, en upphaflega var grjót í uppistöðum. Kirkjan er klædd rauðbrúnum álpanel. Í kirkjunni er loft með aukasætum.

Kirkjumunir:

Árið 1595 var Snóksdalskirkju gefin klukka frá Hannesi Björnssyni, bónda í Snóksdal, barnabarni Daða. Sú klukka hljómar enn er kallað er til messu í Snóksdal. Hin klukkan er frá 1752, gefin af Þorbjörgu Hannesdóttur, frá Snóksdal. Kaleikur kirkjunnar er einnig frá tíma Daða. Hann er frá árunum 1532-33, en skálin yngri. Patína og oblátubuðkur kirkjunnar eru yngri. Þar er einnig gamall koparhurðarhringur. Þá er vindhani til sem var settur á kirkjuna við vígsluna. Altarið mun hafa verið smíðað af Jóhannesi Ísleifssyni er kirkjan gamla var smíðuð 1839. Til er á Þjóðminjasafni teikning af kirkjunni sem Jón Helgason, biskup, teiknaði 22. júlí 1926. Í Snóksdal var merk altarisbrún. Í Árnasafni (AM. 661, 4to) er skinnbók frá 16. öld sem hefur verið skrifuð fyrir kirkjuna í Snóksdal.

Í Héraðssafni Dalamanna á Laugum er fyrsta orgel kirkjunnar. Það var keypt 1919. Einnig er þar að finna fornan ljósastand úr rómverskum sið.

Bænhús:

Hálfkirkja var fyrrum á Dunki í Hörðudal. Hún var í bóndaeign. Herra Gísli Jónsson, biskups í Skálholti (1558-87) skipaði hálfkirkju að Dunki 1575. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað vor og haust. Kirkjan var aflögð skömmu eftir 1765. Ummerki eftir bein fundust á Dunki nýlega.

Samkvæmt örnefnaskrá mun hafa verið bænhús á Dunkárbakka.

Bænhús hefur verið á Hrafnabjörgum í Hörðudal, þess er getið í Hrafnbjargabréfi, kaupbréfi frá árinu 1393. Annars eru um það engar sagnir eða heimildir. Á síðustu öld var talað um að kirkja eða bænhús hafi verið á Laugum í Laugadal. Á að hafa farið í eyði í plágunni eftir 1400. Laugar voru og eru í eign Hrafnabjarga og er því mögulega um sama bænhús að ræða. Hinsvegar var Hrafnabjörg það mikið stórbýli að þar væri eðlilegt að hafa bænhús eða hálfkirkju.

Munnlegar heimildir eru einnig um bænhús í Blönduhlíð. Rústin er hringlaga og austast í henni er steinn sem hefur slétta hlið og hefur hugsanlega haft hlutverk í kirkjunni áður, jafnvel úr hofi, hver veit? Þrjú samliggjandi leiði utan garðs, sem liggja norður/suður benda einnig til að hér sé forn bænastaður. Jafnvel frá mörkum kristni og heiði. Við hliðina á rústinni er grjóthrúga. Þar eru líklega tilhöggnir steinar úr hleðslu. Ekki eru til skriflegar heimildir um bænhúsið sem hefur verið lagt niður löngu fyrir 1744.

Álfaprestur Hörðdælinga býr samkvæmt sögnum í Skjaldhamri, sem er á milli Seljalands og Hóls. Nær Seljalandi. Álfabiskupinn býr í Kastala upp af bænum í Tungu undir Tungufjalli. Steinarnir Draugur við Hólsbotn og Tregasteinar í Hólsfjalli eru sagðir vera brot stafs tröllkonunnar í Þórutindi, en hún ætlaði að kasta honum í Snóksdalskirkju, en hann brast í tvennt og lentu brotin hvort sínu megin fjalls.

Sóknarnefnd:

  • Gunnar Kristjánsson, formaður sóknarnefndar
    Sími: 4341313
  • Elín Jónsdóttir, ritari sóknarnefndar
    Sími: 4341331
  • Þorsteinn Jónsson, gjaldkeri sóknarnefndar
    Sími: 4341696