Hvammskirkja

Sóknarkirkja var og er að Hvammi. Kirkjan var helguð Guði alsvaldanda, Guðs móður Maríu, Jóhannesi skírara, Pétri og Jóhannesi postulum, Ólafi konungi, Þorláki biskupi, Maríu Magdalenu og öllum Guðs helgum mönnum. Sagnir eru um að Skeggi Þórarinsson hafi fyrstur byggt kirkju í Hvammi. Hvammur var í bændaeign fram undir siðaskipti og var bændum skylt að halda þar bæði prest og djákna. Teitur ríki Þorleifsson gaf Guði og kirkjunni aftur Hvamm 1531. Ögmundur biskup gaf Daða í Snóksdal Hvamm og fleiri jarðir sem “beneficium” um lífstíð. Þannig hófust deilur Daða og Jóns biskups Arasonar. Fyrir andlát sitt lét Daði Hvamm laus við Martein biskup, er veitti hann Birni bónda Hannessyni, síðasta óvígða manninn sem hafði haldið Hvamm. Sælingsdalstunga og Ásgarður voru annexíur frá Hvammi nær óslitið frá siðaskiptum. Til er máldagar kirknanna á afriti frá 1575. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað fjórða hvern helgan dag. Kirkjan var vígð á páskadag árið 1884. Hún er timburkirkja með turni og forkirkju, aljárnvarin og með rauðmáluðu þaki. Yfirsmiður kirkjunnar var Guðmundur Jakobsson frá Sauðafelli. Gert var við kirkjuna á 100 ára afmæli hennar.

Viðburðir

[fusion_events cat_slug=““ past_events=“yes“ order=“ASC“ number_posts=““ columns=“4″ column_spacing=““ picture_size=“cover“ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““ content_alignment=““ content_length=““ excerpt_length=““ strip_html=““ pagination=“no“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ /]

Greinar

Nánar um Hvammssókn

Um Ásgarðskirkju:

Í Ásgarði var sóknarkirkja í bóndaeign. Samkvæmt Sturlungu var sr. Erlendur Hallason búsettur á Ásgarði. Þar er Ásgarður fyrst nefndur í ritum. Kirkjan var helguð Ólafi Regis. Kirkja var komin þangað fyrir 1327, þá átti prestur í Tungu að syngja þar tíðir. Þar var messað hvern helgan dag. 1355 eru þar skyldigjaldatíundir og eyristollar til Tungu. 1456 er Ásgarður gefin að hálfu til “kvonarmundar”. Til eru vitnisburðarbréf frá 1470 og 1534 og jarðsölubréf frá 1583. Máldagi er varðveittur frá 1536. Gísli biskup Jónsson lagði Magnússkóga og Leysingjastaði til Ásgarðs árið 1615. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað fjórða hvern helgan dag. Kirkjan var aflögð 1882. Kirkjugarður sléttaður um 1928. Ögmundur biskup var frá Ásgarði.

Um Sælingsdalstungukirkju:

Í Sælingsdalstungu var sóknarkirkja og samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað fjórða hvern helgan dag. Kirkjan var byggð af Snorra goða (Eyrbyggja), kirkjan í Tungu og á Ljáskógum voru fyrstu kirkjur í Dölum. Hún var helguð alsvaldandi Guði, sællar Guðsmóður og Jóhannesi skírara. Hún var í bóndaeign og aflögð 1853.

Sóknarnefnd:

 • Jón Egill Jóhannsson, formaður sóknarnefndar
  Sími: 4341676
  Netfang: jonegillj@visir.is
 • Dagmar Björk Ástvaldsdóttir, ritari sóknarnefndar
  Sími: 4341279
 • Anna Berglind Halldórsdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar
  Sími: 4341259