Kvennabrekkukirkja

Kvennabrekkukirkja var vígð árið 1925. Kirkjan er steinkirkja klædd plastefni. Gert var við kirkjuna í kringum 1980 og lauk viðgerðum, undir stjórn Þorvalds Brynjólfssonar, árið 1981. Hún var tekin í ný í notkun með hátíðarguðsþjónustu 13. september 1981. Eftir skemmdir á þaki kirkjunnar í vetur er á ný þörf á miklur viðgerðum sem ákveðið hefur verið að fara í. Sóknarnefnd kannar hvort rétt sé að nota tækifærið til að hækka þak turnsins um helming, en þannig átti þakið að vera samkvæmt teikningum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara, en það var lækkað til að minnka kostnað er kirkjan var reist.

Viðburðir

[fusion_events cat_slug=““ past_events=“yes“ order=“ASC“ number_posts=““ columns=“4″ column_spacing=““ picture_size=“cover“ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““ content_alignment=““ content_length=““ excerpt_length=““ strip_html=““ pagination=“no“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ /]

Greinar

Nánar um Kvennabrekkusókn

Sagan:

Fyrstu heimildir um kirkju á þessum stað eru frá 13. öld. Þar var Maríukirkja og Jóns (Jóhannesar) postula. Hún var haldin í Benefasius og þar var prestsetur. Máldagar kirkjunnar sem hafa varðveist eru frá 1355, 1367 (brot), þar er talað um Maríukirkju), 1375 (Jónskirkja) og 3 máldagar eru frá 1470-1518 (bæði Maríu og Jónskirkja). Í Máldaganum frá 1375 er talað um heimilisprest. Í máldaga kirkjunnar frá um 1500 (Dipl. Isl. VII, bls. 68) var þess getið að kirkjan ætti óttusöngvabók frá níuviknaföstu til páska, messubók um stórhátíðir og leiðarvísi um helgiathafnir (orðrétt: Þar er á kyrjáll, kertavígsla, öskuvígsla, pálmavígsla með processio). Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var embættað að Kvennabrekku annan hvern helgan dag. Blóthóll er fornt örnefni við bæinn.

Til er svarbréf frá séra Benedikt Árnasyni, prófasti, til séra Teits Jónssonar, sem hafði farið fram á að gert væri við kirkjuna 1814. Þar var torfkirkja 1853, sem var í bærilegu standi 1857. Brauðið var metið upp á 3,50 árið 1680, 71 ríkisdal árið 1737, 1838: 138 ríkisdali, 1853: 213,54, en með Miðdalaþingi 518,17 ríkisdali. 1868 er brauðið metið upp á 698,69 ríkisdali með Miðdalaþingi. Kvennabrekkukirkju hafði goldist í lok síðustu aldar 180 pund smjörs.

Gamla kirkjan var lögð af og reist var kirkja á Sauðafelli. 19. maí 1876 var leyfð sala á gömlu kirkjunni. Með stjórnarbréfi 15/9 1919 er Sauðafellskirkja flutt að Kvennabrekku. Það er kirkjan var rifin og ný byggð á Kvennabrekku undir Náhlíð. Olli þessi ákvörðun miklum deilum innan safnaðarins.

Á Sauðafelli var sóknarkirkja þar til 1919 er hún var lögð niður. Hún var rifin 1922. Þar er kirkjugarður sem enn er í notkun. Í rómverskum sið var kirkjan helguð Egidiusi einsetumanni, en Sauðafellskirkja var sú eina kirkja á Íslandi sem helguð var honum. Rænt var skjöldum úr kirkju á Sauðafelli 1234 samkvæmt konungsannáli. Sauðafellskirkja var í bóndaeign. Varðveittir máldagar kirkjunnar eru frá 1355 (Dipl. Isl. III, bls. 99-100), 1367 (brot), 1397 og 1500. Einnig eru skjöl frá 28/8 1534 til. Í máldaganum frá 1355 er talað um að kirkjunni tilheyri 5 bænhús. 1367 er prestskylda og þar með einnig djákni í heimalandi. Í lok síðustu aldar hafa Suðafellskirkju goldist 240 pund smjörs, en eftir að Suðurdalaþing varð úr Miðdalaþingi og Kvennabrekkuprestakalli hafa kirkjunni goldist 480 pund. Brauði var metið 1680 á 5,100, 1737: 36,32 ríkisdali, 1838 á 167 ríkisdali, 1854, 304,59, en Suðurdalaþing allt 1878 á 1744,17 kr., 1800: 1763,60 kr. og 1900 á 1680,93 kr. Eftir 1871 er messað þriðja hvern sunnudag.

Séra Jakob Guðmundsson afsalaði kirkjunni Sauðafell og eignir 25 ágúst 1885.

Með stjórnarbréfi 15/9 1919 er Sauðafellskirkja flutt að Kvennabrekku. Það er Sauðafellskirkja var rifin og ný byggð á Kvennabrekku undir Náhlíð. Olli þessi ákvörðun miklum deilum innan safnaðarins. Helmingur safnaðarins, flestir sem höfðu verið í gömlu Sauðafellssókn, skráði sig úr Þjóðkirkjunni. Seinna náðust samningar um að fólk skráði sig á ný inn í söfnuðinn, en átti það aðeins að greiða krónu í kirkjugjöld og af þeim peningi átti ekki aur að renna til Kvennabrekkukirkju. Tíminn hefur læknað þau sár.
Á Sauðafelli er Gvendarbrunnur.

Kirkjumunir:

Í Héraðssafni Dalamanna á Laugum er altarið úr Kvennabrekkukirkju sem var tekið úr kirkjunni 1980. Í kirkjunni er kaleikur úr gömlu Sauðafellskirkjunni. Meðal muna í kirkjunni voru 2 koparljóshjálmar, 4 koparpýrur á altari, tréljósberi, 2 fornfáleg skírnarföt af messing, silfurbakstursdós, 2 kaleikar og 2 patínur, allt úr silfri. 4 kirkjuklukkur, 2 voru litlar. Rauður kaleiksdúkur, 2 rauðir höklar (annar til í héraðssafninu), 2 rykkilín, altarisdúkar og altarisklæði.
Í Héraðssafni Dalamanna á Laugum er altari Sauðafellskirkju, hurðarlæsing og hurðir.

Bænhús:

Á Sauðafelli var sóknarkirkja þar til 1919 er hún var lögð niður. Fimm bænhús heyrðu til Sauðafells, á Breiðabólsstað, Fellsenda, Hamraendum og í Hundadal neðri og enn eitt í Miðdölum.
Hálfkirkja er skipuð að Fellsenda í Miðdölum með bréfi Stefáns biskups 19/9 1499. Syngja átti 24 messur á ári. Greiðslur voru 12 aurar. (Dipl. Isl. VII, bls 437.)

Bænhús var á Breiðabólsstað í Sökkólfsdal. Bænhússkylda var þar 1479. (Dipl. Isl. X, bls. 46-7)
Í upphafi aldarinnar fundust legsteinar á Hamraendum. Kirkjugarðurinn var við endann á gamla fjósinu, sem nú er rifið.

Er nýja húsið var byggt í Neðri Hundadal fannst þar kirkjugarður.

Í Fremri Hundadal fannst gamall legsteinn.

Kirkja var fyrr meir í Þykkvaskógi (Stóra-Skógi) í Miðdölum, lögð niður fyrir löngu. Kirkja var þar eigi síðar en á 14. öld og líklega fram undir 1600. Hennar er getið í máldögum frá 1367 (Dipl. Isl. III, bls. 223) og 1397 og einum frá 1491-1519. Í kaupmála frá 1427 er reiknuð kirkjunni 2 kúgildi, messuklæði og kaleikur. Kirkjunnar er getið árið 1544. Árið 1666 er minnst á réttindi kirkjunnar í Stóra Skógi. Hún var helguð Maríu Mey og Magnúsi Eyjajarli, en hann var aukadýrlingur í nokkrum íslenskum kirkjum. Niður af bæjarhólnum er örnefnið kirkjuflöt. Bænhúsið var efst í landi Skógskots, neðan við Stóra Skógsbæinn.

Kirkjubyggingin:

Kirkjan á Sauðafelli var reist á árunum 1874-75. Hún var vígð 1875. Kirkjan var 8 metra langt og 5 metra breitt timburhús. Í kórnum var sæti allt um kring. Grátur og altari voru á upphleyptum palli. Prédikunarstóll við austurgafl. Kirkjuloftið var 4 metra langt og 3 metra breitt. Sæti voru á loftinu. Smiðir voru Sólmundur (13 vikur), Árni (22 vikur), Halldór (150 daga). Sólmundur þessi var að öllum líkindum Jónsson frá Mjóabóli, afi langafa núverandi sóknarprests Hjarðarholtsprestakalls. Kostnaður við byggingu kirkjunnar var 2334,62. Árið 1857 var kirkja að Sauðafelli í bærilegu standi og hafði fengið viðgjörð. Árið 1869 er talað um timburkirkju.

Sóknarnefnd:

  • Guðmundur Pálmason, formaður.
    Sími: 4341366
  • Guðrún Þóra Ingþórsdóttir, gjaldkeri.
    Sími: 4341368
  • Berglind Vésteinsdóttir, ritari.
    Sími: 4341660