Project Description
Í tilefni 90 ára afmælis hestamannafélagsins Glaðs var efnt til hátíðarmessu í Hjarðarholtskirkju í dag. Athöfnin var sniðin að tilefni dagsins og var með hressilegu yfirbragði. Halldór Þorgils Þórðarson leiddi söng ásamt kirkjukór Dalaprestakalls og Gissur Páll Gissurarson stórtenór söng einsöng. Félagsmenn í hestamannafélaginu Glað komu ríðandi fánareið til messu frá hesthúsahverfinu í Búðardal í blíðskaparveðri. Að messu lokinni var boðið uppá kaffi í safnaðarheimili Hjarðarholtskirkju. Á meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar félagsmenn Glaðs komu ríðandi í Hjarðarholt.