Skarðskirkja

Skarð hefur líklega verið kirkjustaður síðan um árið 1200. Í katólskri tíð voru kirkjur staðarins helgaðar Maríu Mey, Jóhannesi postula og Ólafi konungi helga. Skarðskirkja var löngum höfuðkirkja Skarðsþinga og aðrar kirkjur brauðsins voru í Búðardal og Dagverðarnesi.Núverandi kirkja að Skarði var byggð 1914-1916 úr viðum eldri kirkju, sem fauk. Kirkjan var mikið endurbætt á árunum 1977-1983. Margir mjög merkir gripir eru í kirkjunni.

Skarðskirkja er timburhús, 9,75 m að lengd og 4,86 m á breidd. Þakið er krossreist og upp af vesturstafni er lágur ferstrendur turn. Á honum er kvistsett píramítaþak sem gengur út undan sér að neðan. Þak kirkjunnar er klætt bárujárni, turnþak sléttu járni en veggir klæddir trapisustáli og hún stendur á steinsteyptum sökkli. Á hvorri hlið kirkju eru þrír sexrúðu gluggar með þverrimum utan á gleri og einn minni er á framstafni. Fyrir kirkjudyrum eru tvöfaldar vængjahurðir klæddar skásettum panil.

Inn af kirkjudyrum er gangur að kór. Hvorum megin hans eru bekkir með klæddum bökum og ná sum þeirra niður í gólf. Prédikunarstóll er framan innsta bekkjar sunnan megin. Afþiljað loft á bitum er yfir fremsta hluta framkirkju og stigi við framgafl norðan megin. Veggir eru klæddir panelborðum upp undir miðsyllu en að ofan eru þeir klæddir listuðum standþiljum sneiddum á brúnum. Kórgafl er klæddur á svipaðan hátt en með sléttum standþiljum. Efst á kórgafli undir boga hvelfingar eru raðbogar. Yfir innri hluta framkirkju og kór er borðaklædd hvelfing.

(Heimild: Minjastofnun)

Viðburðir

[fusion_events cat_slug=““ past_events=“yes“ order=“ASC“ number_posts=““ columns=“4″ column_spacing=““ picture_size=“cover“ padding_top=““ padding_right=““ padding_bottom=““ padding_left=““ content_alignment=““ content_length=““ excerpt_length=““ strip_html=““ pagination=“no“ hide_on_mobile=“small-visibility,medium-visibility,large-visibility“ class=““ id=““ /]

Greinar

Nánar um Skarðskirkju

Sagan:

Byggingarár Skarðskirkju er 1915.

En hönnuður hennar er Bogi Magnússen smiður að Skarði að talið er.

Kirkjan er smíðuð upp úr timburkirkju sem fauk 1910 en hún var smíðuð 1847–1848 af viðum úr grind torfkirkju sem reist var 1807. Yfirsmiður gömlu timburkirkjunnar var Sigurður Sigurðsson forsmiður í Grundarfirði. Við smíðina 1915 var gamla timburkirkjan stytt um eitt sperrubil og smíðaður á hana þakturn.

Breytingar: Í upphafi stóð kirkjan á steinhlöðnum sökkli, veggir voru pappaklæddir og í gluggum var krosspóstur og fjórar rúður og þakið var bárujárnsklætt.

Veggir voru klæddir bárujárni um 1925 nema norðurhlið sem var pappaklædd allt fram til þess að kirkjan var klædd trapisustáli og sett á steinsteyptan grunn á árunum 1977–1983.

Hönnuður: Ókunnur.

Friðuð 1. janúar 1990 samkvæmt aldursákvæði 1. mgr. 36. gr. þjóðminjalaga nr. 88/1989.

(Heimildir: Minjastofnun)

Sóknarnefnd:

  • Formaður: Kristinn Jónsson, Skarði, 371 Búðardal. Sími 434-1430
  • Gjaldkeri: Halla Sigríður Steinólfsdóttir, Ytri Fagradal. Sími: 434-1568
  • Meðstjórnandi: Ólafur Eggertsson, Manheimum. Sími: 434-1494