Staðarfellskirkja
Sóknarkirkja Fellsstrendinga er að Staðarfelli. Kirkjan var helguð Pétri postula. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað fjórða hvern helgan dag. Núverandi kirkja var byggð sumarið 1891 af Hallgrími Jónssyni, bónda og kirkjueigenda. Yfirsmiður var Guttormur Jónsson frá Hjarðarholti, Kirkjan var vígð 11. október.
Viðburðir
Greinar
Nánar um Staðarfellssókn
Sagan:
Á Fellsströnd voru 6 bænahús. Í Stóru Tungu (Galtardalstungu) var hálfkirkja í bóndaeign, helguð Ólafi helga Noregskonungi. Í máldaga frá um 1500 er sagt frá því að messað er 24 sinnum á ári frá Staðarfelli, og kaup prests 12 aurar. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað vor og haust. Hún var lögð niður 17. Maí 1765.
Í Sturlu þætti (1263) er sagt frá manni sem er leiddur út úr bænhúsi á Harastöðum og drepinn. Það er eina skriflega heimildin um bænhús þar.
Í Arnarbæli var hálfkirkja, helguð Guði, Maríu mey, Jakobi postula og heilagri Sesselíu. Elsti máldagi er frá 1508. Vígslumáldagi er frá tíma Stefáns biskups, 18/10 1568. Samkvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var þar embættað vor og haust. Kirkjan var í bóndaeign og aflögð 1803.
Heimildir eru um kirkju á Staðarbakka í Flekkudal.
Mannabein, líklega úr kirkjugarði fundust á Kjallaksstöðum. Þar er líklega komið fimmta bænhúsið. Ekki er vitað hvar sjötta bænhúsið var.
Sóknarnefnd:
- Sveinn Kjartan Gestsson, sóknarfornefndarmaður
Sími: 4341288 - Rúnar Jónasson, sóknarnefndarmaður
Sími: 4341287 - Ólafía Bjarney Ólafsdóttir, gjaldkeri sóknarnefndar
Sími: 4341123